Frumvarp til laga um starfsemi smálánafyrirtækja

Reykjavík: 3.10.2019
Tilvísun: 201909-0023

Efni: Frumvarp til laga um starfsemi smálánafyrirtækja, 14. mál
Meginmarkmið þessa frumvarps er að ná tökum á starfsemi smálánafyrirtækja og koma í veg fyrir að þau stundi ósanngjarna og ólögmæta viðskiptahætti. Því er þannig ætlað að verja neytendur og þá sérstaklega ungt fólk. Alþýðusamband Íslands styður eindregið þessi markmið en tekur ekki efnislega afstöðu til einstakra frumvarpsákvæða.

Virðingarfyllst,
Magnús M. Norðdahl hrl.,
lögfræðingur ASÍ.