Þriðjudagserindi - Orkumál og hagsmunir launafólks

Í næsta þriðjudagserindi mun Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, fjalla um orkumál og með hvaða hætti ASÍ er að beita sér í tengslum við þau. Orkumál hafa verið fyrirferðarmikil í samfélagsumræðunni í nokkurn tíma enda stór málaflokkur sem hefur margvíslega snertifleti en orkuþörf, orkuöflun, orkuöryggi og orkuverð er meðal þess sem hefur verið í deiglunni. ASÍ skilaði nýverið inn umsögn um frumvarp til laga um vindorku og er með til umsagnar frumvarp til breytinga á raforkulögum. Í erindinu verður fjallað verður um þessi mál og hvar hagsmunir launafólks liggja í tengslum við þau. 

Erindið má nálgast á slóðinni:

https://us02web.zoom.us/j/81448559919

 

Að venju hefst erindið kl. 9:00 en gott er að skrá sig inn nokkrum mínútum fyrir upphaf fundarins til þess að tryggja að bæði hljóð og mynd virki rétt.