Stöndum með þolendum - málstofa

Heildarsamtök stéttarfélaga, ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, og Virk hafa tekið höndum saman til að auka þekkingu og bæta móttöku þolenda kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni og ofbeldis á vinnustöðum, bæði hvað varðar andlegan stuðning sem og ráðgjöf varðandi lagaleg og kjarasamningsbundin atriði. Verkefninu verður hrundið úr vör með málstofu þann 10. október sem ætluð er starfsfólki stéttarfélaganna og VIRK.

Dagskrá hefst kl. 10.00

Inngangserindi
Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Kynbundið ofbeldi á vinnustöðum í ljósi kynjaðra og samtvinnaðra valdatengsla í samfélaginu
Finnborg Salome Steinþórsdóttir, aðjúnkt í kynjafræði við stjórnmálafræðideild HÍ

Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum kvenna á Íslandi
Dr. Edda Björk Þórðardóttir, lektor við Læknadeild Háskóla Íslands

Kaffihlé 

Myndband: Kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi gagnvart fötluðu fólki
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, aktívisti og doktorsnemi

Öryggi á vinnustöðum - reglur um kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi
Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB

Hádegismatur 

Bjarkarhlíð - miðstöð fyrir þolendur ofbeldis
Jenný Kristín Valberg, teymisstjóri Bjarkarhlíðar

Myndband: Kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi gagnvart hinsegin fólki
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri Samtakanna ´78

Móttaka þolenda, leiðbeiningar
Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir, lögfræðingur ASÍ

Myndband: Kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi gagnvart innflytjendum
Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og málefnum innflytjenda hjá ASÍ

Kaffipása

Áföll og áfallasamtalið
Agnes Björg Tryggvadóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði og teymisstjóri áfallateymis Landspítalans

Samantekt á deginum
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, stýrir málstofunni.


Skráningargjald er 5.000 kr. sem greitt er af vinnustað þátttakanda.