Hringrásarhagkerfið og framtíð vinnumarkaðarins

ASÍ-UNG boðar til fundar í Stúdentakjallaranum.

Komdu og taktu þátt í sófaspjalli ASÍ-UNG um hringrásarhagkerfið og möguleg áhrif þess að þróun og breytingar á vinnumarkaði.

Á fundinum munum við velta upp spurningum eins og:

Hvað er hringrásarhagkerfið?
Hvernig mun vinnumarkaður framtíðarinnar koma til með að líta út í hringrásarhagkerfinu?
Mun störfum fækka þegar við hættum að kaupa jafn mikið og við gerum í dag?
Tengist fjórða iðnbyltingin hringrásarhagkerfinu eitthvað?

Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags mun flytja opnunarerindi um hringrásarhagkerfið. Eftir það tekur við sófaspjall þar sem gestir taka þátt í umræðum með spurningum og/eða athugasemdum.