Afleiðingar einkavæðingar öldrunarþjónustu

https://us02web.zoom.us/j/86370260576

Afleiðingar einkavæðingar öldrunarþjónustu
- 30 ára reynslusaga Svía

Hverjar verða afleiðingarnar ef haldið verður áfram á braut einkavæðingar í öldrunarþjónustu á Íslandi og hvað getum við lært af nágrannaþjóðunum? Hagnaðardrifin öldrunarþjónusta þekktist ekki í Svíþjóð fyrir 1990 en á aðeins 20 árum var um fimmtungur þjónustunnar komin í hendur einkarekinna stórfyrirtækja. Fjallað verður um stöðuna í Svíþjóð á opnum veffundi ASÍ og BSRB fimmtudaginn 10. júní klukkan 13.

Á fundinum mun Marta Szebehely, prófessor emeritus í félagsráðgjöf við Stokkhólmsháskóla, flytja erindi um þróun og áhrif einkavæðingar öldrunarþjónustunnar í Svíþjóð. Hún hefur rannsakað markaðsvæðingu og einkavæðingu öldrunarþjónustu frá árinu 1990 og mun leitast við að svara spurningum um orsakir og afleiðingar einkavæðingarinnar, áhrif hennar á gæði þjónustu, kostnað, vinnuaðstæður starfsfólks og aðgengi að þjónustunni.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, munu í kjölfarið bregðast við erindi Mörtu og ræða stöðuna á Íslandi. Fundarstjóri verður Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans.

Fundurinn mun fara fram á ensku en hann verður túlkaður á íslensku.

Slóð á fundinn:
https://us02web.zoom.us/j/86370260576