STOFNAÐ 1916

Alþýðusamband Íslands

Sterk hreyfing - Sterkt samfélag

Fréttir

Af vettvangi vinnunnar

vinnan.is
  • Heimilt að takmarka starfsemi erlendra rútufyrirtækja

    Evrópudómstóllinn kvað þann 16. október 2025 upp dóm í máli C-482/23 þar sem deilt var um hvort Danmörk hefði brotið gegn reglugerð ESB nr. 1073/2009 með því að takmarka kabótasjaflutninga erlendra rú ...

    Ritstjórn

    30. Jan 2026

    " class="css-filter size-bricks_medium">
  • Skattbreytingar tengdar ökutækjum helsta driffjöður verðmælinga

    Vísitala neysluverðs mælist 0,38% hærri nú í janúar en mánuðinn á undan og sé horft til breytinga frá janúar 2025 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,2%. Hækkun vísitölunnar nú í janúar þýðir aðárs ...

    Ritstjórn

    29. Jan 2026

    " class="css-filter size-bricks_medium">
    • Heimilt að takmarka starfsemi erlendra rútufyrirtækja

      Evrópudómstóllinn kvað þann 16. október 2025 upp dóm í máli C-482/23 þar sem deilt var um hvort Danmörk hefði brotið gegn reglugerð ESB nr. 1073/2009 með því að takmarka kabótasjaflutninga erlendra rútufyrirtækja við sjö daga samfellt í hverjum almanaksmánuði. Hér á landi er takmörkunin miðuð við 10 daga. Málið var höfðað af framkvæmdastjórn ESB, studd […]

      " class="css-filter size-large" alt="">
      30. Jan 2026
    • Skattbreytingar tengdar ökutækjum helsta driffjöður verðmælinga

      Vísitala neysluverðs mælist 0,38% hærri nú í janúar en mánuðinn á undan og sé horft til breytinga frá janúar 2025 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,2%. Hækkun vísitölunnar nú í janúar þýðir aðárstaktur verðbólgu stendur í 4,6%, en það er í nokkru samræmi við nýlega Hagspá ASÍ þar sem spáð var að verðbólga yrði að […]

      " class="css-filter size-large" alt="">
      29. Jan 2026
    • Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs

      Gosdrykkir og brauðmeti hækkuðu snarpt um áramótin og Bónus og Krónan hækka verð talsvert meira en Prís. Þótt Prís sé langódýrasta matvöruverslunin hækkaði verðlag þar meira árið 2025 en í Bónus og Krónunni. Hækkanirnar koma fyrr fram en í janúar í fyrra. Þetta kemur fram í samanburði Verðlagseftirlits ASÍ á verðþróun matvöru í lágvöruverðsverslunum nú í janúar.  Ölgerðin, Coca-Cola og […]

      " class="css-filter size-large" alt="">
      28. Jan 2026
    Viðburðir

    Næstu viðburðir

    04

    febrúar

    Þrældómur nútímans – málþing um vinnumansal

    Málþing um vinnumansal í Hannesarholti. Málþingið hefst kl. 17:00-19:30.
    Stefna Alþýðusambands Íslands

    Stefnumál

    Alþýðusamband Íslands er heildarsamtök launafólks á Íslandi og beitir sér fyrir velferð og lífsgæðum landsmanna. Það berst fyrir bættum kjörum, jöfnum rétti, sömu launum fyrir jafnverðmæt störf og leggur sérstaka áherslu á jafnan rétt óháð kyni, búsetu og þjóðerni.

    Alþjóðamál

    ASÍ tekur þátt í samstarfi verkalýðshreyfingarinnar á norrænum, evrópskum og alþjóðlegum vettvangi.
    Skoða stefnu

    Atvinnumál

    ASÍ styður atvinnuuppbyggingu með störfum sem standa undir góðum lífskjörum
    Skoða stefnu

    Vinnuvernd

    Verkalýðshreyfingin sér til þess að staðið sé við skuldbindingar um vinnuvernd.
    Skoða stefnu

    Húsnæðismál

    Öruggt og gott húsnæði á viðráðanlegum kjörum er grundvallarþáttur í velferð launafólks.
    Skoða stefnu

    Lífeyrismál

    Við leggjum saman í sjóð sem er ávaxtaður til að greiða okkur öllum lífeyri til æviloka.
    Skoða stefnu

    Menntamál

    Menntun í atvinnulífinu er hagsmuna­mál og viðfangsefni launafólks og atvinnurekenda.
    Skoða stefnu

    Skattamál

    Í stuttu máli styður ASÍ að fólk greiði skatta eftir efnum en fái grunnþjónustu eftir þörfum.
    Skoða stefnu

    Umhverfismál

    Við viljum sjálfbært samfélag þar sem velferð okkar rýrir ekki velferð komandi kynslóða.
    Skoða stefnu

    Jafnréttis- og fjölskyldumál

    Jafn réttur og tækifæri til launa og starfa eru grundvallar­mannréttindi.
    Skoða stefnu

    Velferðarmál

    Velferðarkerfið á að tryggja grundvallarmannréttindi og er forsenda félagslegrar samheldni.
    Skoða stefnu

    Kynntu þér málin betur. Skoða stefnur ASÍ

    Alþýðusambandið var stofnað 12. mars 1916
    Alþýðusamband Íslands er samband stéttarfélaga launafólks á almennum vinnumarkaði. ASÍ er stærsta fjöldahreyfing launafólks á landinu. Um tveir þriðju hlutar launamanna í skipulögðum samtökum á Íslandi eru í ASÍ.
    Hvað er ASÍ?

    Verkalýðshreyfingin í heild og Alþýðusamband Íslands, sem miðpunktur hennar er helsti drifkraftur jákvæðra breytinga í íslensku samfélagi síðustu 100 árin.

    Finnbjörn A. Hermannsson | Forseti ASÍ

    Saga ASÍ

    Í samtök - til velferðar

    Fullyrða má að allir helstu sigrar í réttindabaráttu launafólks og allrar alþýðu hér á landi eru beint eða óbeint árangur af starfi Alþýðusambands Íslands og aðildarsamtaka þess. Það er jafnframt ljóst að þessir sigrar kostuðu oft mikil átök og miklar fórnir þess verkafólks sem stóð í eldlínunni.

    Það er því mikilvægt að kynna sér og skilja sögu verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi, til að skilja til fulls þá samfélagsgerð sem við búum við í dag.

    Árið 2013 var saga ASÍ, rituð af sagnfræðingnum Sumarliða Ísleifssyni, gefin út í tveimur bindum.

    Fyrra bindið ber undirtitilinn Í samtök og nær yfir tímabilið 1916-1960 og hið síðara kallast Til velferðar og nær frá 1960-2010.

    Bókin var gefin út áf rafrænu formi árið 2016, á 100 ára afmæli sambandsins.

    Skipulag sambandsins

    Velferð | Samstaða | Bætt kjör

  • 1

    Aðildarfélög

  • 1

    Landssambönd

  • 1þ

    Félagar

  • Félögin í Alþýðusambandinu

    Sterkari saman

    Félag verslunar- og skrifstofufólks. VR var áður verslunarmannafélag í Reykjavík en er nú með skrifstofur um land allt.

    VR

    LÍV

    Efling varð til árið 1999 með samruna nokkurra stéttarfélaga í Reykjavík. Saga Eflingar nær þó aftur til upphafs verkalýðsbaráttu á Íslandi.

    Efling Stéttarfélag

    Bein aðild

    Stéttarfélag Vesturlands er félag launafólks á Vesturlandi og varð til árið 2006 þegar þrjú verkalýðsfélög á svæðinu sameinuðust.

    Stétt Vest

    SGS

    Verkalýðsfélag Akraness er fjölbreytt félag með deildir sem tilheyra nær öllum landssamböndum ASÍ.

    Verkalýðsfélag Akraness

    SGS

    Verkalýðsfélag Suðurlands var stofnað 2001 með samruna þriggja félaga. Félagssvæðið er frá Þjórsá í vestri að Lómagnúpi í austri.

    Verkalýðsfélag Suðurlands

    SGS
    Landssamböndin í ASÍ
    Félögin innan Alþýðusambands Íslands eiga flest aðild sína í gegnum landssambönd en nokkur þeirra í gegnum beina aðild að ASÍ. Landssamböndin eru fimm talsins og ná yfir helstu atvinnuvegi landsins.
    ÚTGÁFA ASÍ

    Hagspá ASÍ 2025

    Horfur í efnahagsmálum 2025-2027

    Hagspá Alþýðusambands Íslands 2025 hefur nú verið birt. Spáin nær til næstu tveggja ára, eða til tímabilsins 2025-2027.

    Helst ber að nefna að samkvæmt hagspánni eru skýr merki um kólnun í hagkerfinu þótt töluverður þróttur hafi verið í efnahagsumsvifum á þessu ári. Ætla má að hagvöxtur verði 1,4% á þessu ári og 1,6% á því næsta, samkvæmt grunnspá.

    Vöxtur hagkerfisins er þannig hægur í sögulegu samhengi og endurspeglar þétt taumhald peningastefnu Seðlabankans.

    Alþýðusamband Íslands gefur út fjölbreyttar greiningar og skýrslur um íslenskan vinnumarkað yfir árið.

    Einnig veitir ASÍ umsagnir um flest þingmál sem varða íslenskan vinnumarkað og hag íslensks launafólks.

    Þá sendir miðstjórn ASÍ reglulega frá sér ályktanir um málefni sem tengjast íslenskum vinnumarkaði.

    Útgáfa ASÍ