Forseti kemur fram fyrir hönd ASÍ innan og utan hreyfingarinnar í stærri málum. Hann stýrir störfum miðstjórnar, er fulltrúi hennar á skrifstofu ASÍ og stýrir daglegri starfsemi sambandsins ásamt framkvæmdastjóra. Varaforsetar ASÍ eru þrír og mynda svokallað forsetateymi sem fundar reglulega.
Sinnir öllum daglegum rekstri og samskiptum við aðildarfélög og sambönd.
Sinnir rannsóknum og ráðgjöf á sviði kjara- og efnahagsmála almennt. Greining á vinnumarkaðsmálum, gerð hagspár, verðlagseftirlit og neytendamál.
Þjónusta við aðildarfélög, túlkun kjarasamninga og aðstoð við kjarasamningagerð, útreikningar og miðlun og yfirferð upplýsinga um kjara- og vinnumarkaðsmál, lögfræðiráðgjöf og vinnuréttur.
Stendur fyrir námskeiðum fyrir talsmenn stéttarfélaga. Sviðið greinir þarfir fyrir fræðslu og þekkingu og sinnir fræðsluráðgjöf um námskeiðahald. Sviðið gefur út námsefni auk þess að sinna upplýsinga-, kynningar- og útgáfumálum ASÍ.
Miðlunarsvið heldur utan um og samræmir miðlun og útgáfu ASÍ. Sviðið hefur yfirsýn yfir samskipti við fjölmiðla auk þess að annast miðlun inn á við innan sambandsins.
Starfsemi skrifstofu ASÍ, Guðrúnartúni 1, miðast við að þjónusta félög Alþýðusambandsins. Þar funda miðstjórn og nefndir ASÍ með reglubundnum hætti og forsetinn hefur þar skrifstofu sína.
Alþýðusamband Íslands er stærsta fjöldahreyfing launafólks á landinu.
Endilega sendur okkur fyrirspurnir eða ábendingar um réttindi eða skyldur á vinnumarkaði.
Alþýðusamband Íslands
ASÍ © 2024