Alþýðusamband Íslands gefur út fjölbreyttar greiningar og skýrslur um íslenskan vinnumarkað og hagsmunamál launafólks yfir árið.
Einnig veitir ASÍ umsagnir um flest þingmál sem varða íslenskan vinnumarkað og hag íslensks launafólks.
Þá sendir miðstjórn ASÍ reglulega frá sér ályktanir um málefni sem tengjast íslenskum vinnumarkaði.
Af útgefnu efni ber Skýrslu forseta Alþýðusambandsins hæst en þar er um ársskýrslu ASÍ að ræða þar sem greint er frá starfi Alþýðusambands Íslands í stóru og smáu síðustu 12 mánuði. Skýrsla forseta kemur út í október ár hvert.
Vinnan, tímarit Alþýðusambandsins er nú orðinn lifandi vefmiðill en útgáfa blaðsins hefur verið nær óslitin frá árinu 1943.
Bæklingar um réttindi á vinnumarkaði koma reglulega út og þá gjarnan á nokkrum tungumálum.
Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu - aðgerðaáætlun
Reynsla Svía af einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og leiðir til baka
Alþýðusamband Íslands, BSRB og Öryrkjabandalag Íslands standa að bókar um jafnrétti í heilbrigðisþjónustu; hætturnar við arðvæðingu og einkavæðingu í heilbrigðisrekstri og leiðir að bættu rekstrarumhverfi í þágu samfélagsins.
Bókin Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu – aðgerðaáætlun er íslensk þýðing á riti eftir tvo sænska sérfræðinga, þau Göran Dahlgren og Lisu Pelling. Í bókinni gera þau grein fyrir hörmulegri reynslu Svía af arðvæðingu velferðarþjónustunnar; umönnun, skólum og heilbrigðisþjónustu og leggja fram áætlun um hvernig snúa ber af þeirri glötunarbraut.