Alþýðusamband Íslands gefur út fjölbreyttar greiningar og skýrslur um íslenskan vinnumarkað og hagsmunamál launafólks yfir árið.

Einnig veitir ASÍ umsagnir um flest þingmál sem varða íslenskan vinnumarkað og hag íslensks launafólks.

Þá sendir miðstjórn ASÍ reglulega frá sér ályktanir um málefni sem tengjast íslenskum vinnumarkaði.

Af útgefnu efni ber Skýrslu forseta Alþýðusambandsins hæst en þar er um ársskýrslu ASÍ að ræða þar sem greint er frá starfi Alþýðusambands Íslands í stóru og smáu síðustu 12 mánuði. Skýrsla forseta kemur út í október ár hvert.

Vinnan, tímarit Alþýðusambandsins er nú orðinn lifandi vefmiðill en útgáfa blaðsins hefur verið nær óslitin frá árinu 1943.

Bæklingar um réttindi á vinnumarkaði koma reglulega út og þá gjarnan á nokkrum tungumálum.

Skýrsla forseta

Skýrslur forseta ASÍ 2001 – 2023

Fyrir fjölmiðla

Merki sambandsins og fleira

Vinnan.is

Vinnan – tímarit ASÍ

Skýrslur og bæklingar

Ýmis útgáfa á vegum ASÍ

Íslenskur vinnumarkaður 2023

ERLENT LAUNAFÓLK OG BROTASTARFSEMI Á VINNUMARKAÐI

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur birt nýja skýrslu um vinnumarkaðinn

hér á landi. Sérstök áhersla er lögð á erlent launafólk og vinnumarkaðsbrot sem það verður fyrir.

Samkvæmt gögnum frá átta aðildarfélögum Alþýðusambandsins var rúmlega helmingur launakrafna í fyrra gerður fyrir félagsfólk af erlendum uppruna. Á sama tíma var erlent verkafólk um fimmtungur þess fjölda sem var á vinnumarkaði.

Guðrúnartún 1 - Reykjavík