ASÍ-UNG eru samtök ungs fólks innan verkalýðshreyfingarinnar sem sér til þess að hagsmunamál ungra Íslendinga á vinnumarkaði séu ávallt á dagskrá Alþýðusambandsins.

Af hverju ASÍ-UNG?

Félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eru tæplega 140 þúsund. Nær helmingur þess hóps er á aldrinum 18-35 ára en á þeim aldri er fólk að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum, öðlast starfsreynslu, stofna fjölskyldur og kaupa íbúðarhúsnæði svo eitthvað sé nefnt.

Hlutverk ASÍ-UNG

Að vera til staðar sem samstarfsvettvangur, álitsgjafi og umsagnaraðili um öll mál sem tengjast ungu fólki innan verkalýðshreyfingingarinnar.
Að standa vörð um hagsmuni ungs launafólks gagnvart stjórnvöldum og öðrum samtökum. ASÍ Ung fræðir og hvetur ungt fólk til þátttöku og áhrifa innan verkalýðshreyfingingarinnar með því að styðja við fræðslu og skapa vettvang fyrir ungt fólk til að kynnast og vinna saman innbyrðis, þvert á félög.

Þing ASÍ-UNG

Yfirlit yfir þing ASÍ-UNG

Stjórn ASÍ-UNG

Upplýsingar um stjórnarfólk ASÍ-UNG

Samþykktir ASÍ-UNG

Samþykktir og annað efni tengt ASÍ-UNG