Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar var stofnaður árið 1983 til minningar um Eðvarð Sigurðsson, formann Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Sjóðurinn er í umsjá Alþýðusambands Íslands.

Um sjóðinn gildir sérstök reglugerð.

Stjórn Minningarsjóðs Eðvarðs Sigurðssonar skipa:
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, Grétar Þorsteinsson, fyrrverandi forseti ASÍ og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar–stéttarfélags.

Starfsmaður: Arnaldur Grétarsson, sviðsstjóri Miðlunarsviðs ASÍ.

Minningarsjóðurinn veitir styrki til rannsókna og útgáfu verkefna sem varða sérstaklega íslenskan vinnumarkað, hagsmuni launafólks og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar. Ef um lokaverkefni í námi er að ræða skal það a.m.k. vera á meistarastigi. Hámarksfjárhæð er kr. 1.000.000.

Styrkurinn er veittur einu sinni á ári. Umsóknir um styrkinn þurfa að berast fyrir 15. apríl. Styrknum er úthlutað 1. maí ár hvert.