Heilbrigðisþjónusta fyrir öll

Betra aðgengi að þjónustu í okkar eigu

ASÍ krefst þess að stjórnvöld tryggi jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, óháð aldri, búsetu og efnahag. Styrkja þarf opinbera heilsugæslu sem fyrsta viðkomustað og tryggja aðgang að heimilislæknum og nauðsynlegum tækjum og lyfjum í heimabyggð. Hagræðing og samþjöppun heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni má ekki leiða til aukins kostnaðar fyrir sjúklinga, aðstandendur og stéttarfélög, á meðan ríkið losar sig undan ábyrgð.

  1. Draga úr biðtíma með fjárveitingum
  2. Tryggja fjármögnun svo hægt sé að bæta aðstöðu og mönnun
  3. Tryggja ber hag almennings framar hagnaði einkaaðila

Við búum ekki öll við jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er að stjórnvöld gangi lengra til þess að tryggja aðgengi að öflugu heilbrigðiskerfi í okkar eigu.

Göran Dahlgren og Lisa Pelling segja frá reynslu Svía af einkavæðingu heilbrigðiskerfisins í Svíþjóð og vara við að gengið verði lengra í þeim efnum á Íslandi.

Meirihluti landsmanna telur frekari einkavæðingu ganga gegn hagsmunum almennings

Yfirgnæfandi hluti landsmanna telur stjórnvöld ekki hafa tryggt viðunandi heilbrigðisþjónustu