Samkeppni í þágu samfélags

Hvert fara launin okkar?

ASÍ krefst þess að stjórnvöld ráðist í markvissar aðgerðir sem stuðla að aukinni samkeppni á mörkuðum hérlendis og tryggi öflugt samkeppniseftirlit. Virk samkeppni er nauðsynleg í litlu hagkerfi sem grundvöllur að lýðræði, verðmætasköpun og jöfnuði. 46. þing ASÍ hafnar hins vegar að samkeppni og gróðasjónarmið séu innleidd í almannaþjónustu og grunninnviðum sem stjórnvöld eiga að bera ábyrgð á. Þar má nefna heilbrigðisþjónustu, almenningssamgöngur, menntun og félagsþjónustu.

  1. Markvisst unnið gegn fákeppni og einokun
  2. Skoðað verði opinbert eignarhald á einokunarmörkuðum
  3. Verðlagseftirlit og samkeppniseftirlit verði stóreflt