Húsnæði fyrir fólk
– ekki fjárfesta
Alþýðusamband Íslands telur nauðsyn á neyðaraðgerðum í húsnæðismálum. Húsnæðismarkaður á Íslandi hefur lengi verið í ójafnvægi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda og hér ríkir neyðarástand í húsnæðismálum. Hátt hlutfall tekna heimila er varið í húsnæðiskostnað, mikil óvissa á leigumarkaði og skortur á aðgengi að öruggu húsnæði fyrir alla. Það er ljóst að brýn nauðsyn er á að mæta þörfum heimila á Íslandi fyrir viðráðanlegan húsnæðiskostnað og húsnæðisöryggi. Virkja verður þau kerfi sem eru til staðar með þjóðarátaki í húsnæðismálum. Þak yfir höfuðið eru mannréttindi, en ekki leikvöllur fyrir fjármagnseigendur.
- Stuðla að breytingum til að auka lóðaframboð
- Stuðla að uppbyggingu félagslegra húsnæðisúrræða
- Fjármögnunarúrræði fyrir venjulegt fólk á félagslegum grunni
