10.-11. október 2022 – Þinginu frestað (Hótel Reykjavík Nordica)

27.-28. apríl 2023 – Framhaldsþing (Grand Hótel)

Við vinnum

Æðsta vald í málefnum ASÍ er í höndum þinga Alþýðusambandsins sem haldin eru á tveggja ára fresti. Hvert aðildarfélag á rétt á að senda a.m.k. einn fulltrúa á þing sambandsins. Á þingin mæta þrjú hundruð fulltrúar launafólks af öllu landinu til að móta heildarsamtökunum stefnu og starfsáætlun og velja þeim forystu.

Grundvöllur tilvistar og starfs verkalýðshreyfingarinnar er auk hefðbundinnar kjarabaráttu að berjast fyrir samfélagi jafnréttis og jafnra tækifæra.

Ísland hefur eins og hin Norðurlöndin byggt upp hagkerfi þar sem áherslan er lögð á frjáls og opin viðskipti jafnframt því sem öflugt velferðarkerfi og kjarasamningar draga úr áhættu einstaklinga á því að þeir verði undir í lífsbaráttunni og styðja við þróun hagkerfisins. Þetta hefur m.a. leitt til þess að atvinnuþátttaka kvenna er mikil í löndunum, mannauður mikill og aðstæður fyrir nýsköpun og vöxt góðar. Þannig hefur okkur á Norðurlöndunum tekist að nýta opin og frjáls viðskipti til að komast í hóp auðugustu ríkja veraldar og á sama tíma og við höfum nýtt öflug velferðarkerfi og kjarasamninga til þess að tryggja framþróun hagkerfa okkar og meiri jöfnuð en víðast annars staðar í veröldinni.