HRINGFERÐ 1
Í maí mánuði 2018 hélt skrifstofa ASÍ í fundarherferð um landið þar sem haldnir voru 10 fundir til að undirbúa 43. þing Alþýðusambandsins sem fer fram 24.-26. október 2018.
Á fundunum voru þrjú af viðfangsefni þingsins kynnt með stuttum framsögum auk þess sem Gylfi Arnbjörnsson hélt erindi um áskoranir á vinnumarkaði og valkosti í kjarabaráttu (sjá hér að ofan). Þá ávarpaði formaður stéttarfélags á staðnum hvern fund. Eftirfarandi málefni voru til umfjöllunar:
a. Tekjuskipting og jöfnuður
b. Tækniþróun og skipulag vinnunnar
c. Jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs
Tilgangur fundanna var að auðvelda þátttakendum að tjá sig um það sem á þeim brennur, kynna þeim viðfangsefnin og gera þeim kleift að koma með ábendingar og tillögur að áherslum og aðgerðum af hálfu Alþýðusambandsins og aðildarfélaganna. Notast var við fundarform sem byggir á sem mestri virkni fundarmanna.
Eftir seinni fundaröðina sem farin verður í september (þá verður rætt um húsnæðis- og velferðarmál) verða lögð fyrir miðstjórn drög að stefnuyfirlýsingu og aðgerðaráætlun byggð á niðurstöðum fundanna, sem síðan verður lögð fyrir 43. þing ASÍ til frekari umfjöllunar og afgreiðslu.
Hér fyrir neðan má sjá það efni sem kom út úr hverjum fundi fyrir sig. Fundarstöðum er raðað í stafrófsröð.
Akureyri
Eftirtalin fimm atriði fengu flest atkvæði í hverjum málaflokki fyrir sig.
Tekjuskipting og jöfnuður
Hækka persónuafslátt 23
Styttri vinnuviku 17
Lágmarkslaun fylgi lágmarks framfærslu 17
Félagslegt húsnæðiskerfi (verkamannabústaði) 12
Leigufélög sem ekki eru byggð á gróðamarkmiðum 10
Tækniþróun og skipulag vinnunnar
Forgangur-ríkisstarfsmenn og fólk á almennum vinnumarkaði eiga að hafa sömu réttindi 21
Sveigjanleiki vegna veikinda í fjölskyldunni 20
Stytta vinnuvikuna án skerðingar launa 13
Stytta vinnuvikuna og hækka yfirvinnuálag 9
Vinnuvikan verði ekki meira en 4 dagar eða 32 tíma á mannsæmandi launum fyrir alla 9
Jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs
Auka þarf símenntun og endurmenntun til að fólk nái að fylgja eftir tækniþróun 21
Aukin samvinna milli félaga (sameiningar?) 20
Lögverndun starfa 14
Verja frítímann. (stoppa á símtöl og tölvupósta utan vinnu) 10
Hluti lífsleiknináms ætti að vera hvetjandi til aukinnar þátttöku ungs fólks í verkalýðsmálum 10
Borgarnes
Eftirtalin fimm atriði fengu flest atkvæði í hverjum málaflokki fyrir sig.
Tekjuskipting og jöfnuður
Lækkun vaxta afnám verðtryggingar 11
Samið verði í krónum en ekki prósentum 11
Hækka lægstu laun 9
Hækkun persónuafsláttar 8
Fleiri verkamannabústaði 5
Tækniþróun og skipulag vinnunnar
Réttur starfsfólks til endurmenntunar 13
Stytting vinnuvikunnar og að launin dugi til framfærslu 11
Þegar tæknivæðing verður að tryggja laun þeirra sem eftir verða 5
Auka stéttarfélags fræðslu 4
Að standa vaktina 4
Jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs
Sveigjanlegur vinnutími 10
Frídagar í grunn- og leikskólum séu í takt við atvinnulífið 7
Aukin leyfi til umönnunar allra á vinnumarkaði 7
Hækka lágmarks og fæðingarorlofslaun og draga úr skerðingu 6
12 mánaða fæðingarorlof 6
Nánar um niðurstöðu fundarins í Borgarnesi
Ísafjörður
Eftirtalin fimm atriði fengu flest atkvæði í hverjum málaflokki fyrir sig.
Tekjuskipting og jöfnuður
Burt með vaxandi stéttskiptingu 14
Vinna gegn svarti atvinnustarfsemi 11
Hækka persónuafslátt – fylgja launaþróun 7
Ný lög. Hæst launaði starfsmaður fyrirtækis má ekki hafa meira en fjórföld laun þess lægst launaða 6
Taka upp skyldusparnað 5
Tækniþróun og skipulag vinnunnar
Veikindarétt – Fjölskylduréttur. Aukin fjöldi daga vegna veikra barna og við andlát maka og foreldra 13
Lengra fæðingarorlof 12
Uppbætur fyrir rauða daga sem hitta á helgar 10
Styttri vinnuvika 7
Gera betur við fólk í vaktavinnu 5
Jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs
Samskiptahæfni: Efla menntun. Nýbúar læri tungumálið áður en þeir byrja að vinna 14
Hæfni og þekking metin til launa 12
Setja skýrar reglur um sjálfboðaliðastörf 9
Atvinnurekandi borgi kostnað við kennslu og þjálfun 8
Efla samvinnu 4
Nánar um niðurstöðu fundarins á Ísafirði
Reykjanesbær
Eftirtalin fimm atriði fengu flest atkvæði í hverjum málaflokki fyrir sig.
Tekjuskipting og jöfnuður
Persónuafsláttur/Hækkun persónuafsláttar 9
Hvetja til skyldusparnaðar ungs fólks – annað en séreign „sparimerki“ 8
Hækkun persónuafsláttar í samræmi við launaþróun 6
Vaxta, húsnæðis og barnabætur fylgi lægstu launum 5
Þak á húsaleigu 5
Tækniþróun og skipulag vinnunnar
Símenntun ti lað starfsfólk haldi í við þróun 8
Upplýsingaflæði til félagsmanna 7
Gott upplýsingaflæði hjá ASÍ á rafrænu formi og vera sameiningatákn 6
Starfsfólk fái tækifæri til að mennta sig á vinnutíma 5
Stéttarfélögin aðlagast breyttum aðstæðum á vinnumarkaði 5
Jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs
Stytting vinnuviku sömu laun/Stytting vinnutíma 13
Lengja fæðingarorlof og dagvistunarúrræði 11
Líkamsrækt hluti af vinnutíma 8
Veikindaréttur vegna aldraðra foreldra 8
Styrkja veikindarétt vegna veikinda barna 3
Nánar um niðurstöðu fundarins í Reykjanesbæ
Reyðarfjörður
Eftirtalin fimm atriði fengu flest atkvæði í hverjum málaflokki fyrir sig.
Tekjuskipting og jöfnuður
Hækkun persónuafsláttar 14
Meta menntun og reynslu til launa 13
Meiri kynningu á lífeyrisréttindum launafólks 9
Afnema skerðingar elli- og örorkulauna 8
Endurskoða þarf skattkerfið eins og það leggur sig 7
Tækniþróun og skipulag vinnunnar
Láta starfsfólk njóta arðsins af aukinni tækni 16
Sporna gegn svartri vinnu/Vera vakandi fyrir svartri atvinnustarfsemi 15
Efla endur- símenntun fyrir alla./þjálfun endur- og símenntun nauðsynleg 11
Auka þarf verknám 9
Tæknivæðing veikir verkalýðshreyfinguna nema hún elti 7
Jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs
Sveigjanleg starfslok/klárlega sveigjanleg starfslok/sveigjanleg starfslok 55+ 19
Stytta vinnuvikuna og án tekjuskerðingar (helst hærri laun líka)/styttri og sveigjanlegri vinnutími/vinna markvisst að styttingu vinnutíma án skerðingar á launum 15
Standa vörð um lífeyrissparnað og tvísköttun á honum s.s. úttekt. 13
Lengra fæðingarorlof 6
Skilyrðislaus réttur til launa vegna fjölskylduábyrgðar 4
Reykjavík (VR, BYGGIÐN, FIT)
Eftirtalin fimm atriði fengu flest atkvæði í hverjum málaflokki fyrir sig.
Tekjuskipting og jöfnuður
Húsnæðisöryggi fyrir alla 23
Hækka persónuafslátt þannig að lægstu laun verði skattfrjáls 17
Ofurskattar á ofurlaun 12
Lækkun vaxta – endurskoðun verðtryggingar 11
Lágmarkslaun miðist við mannsæmandi framfærslu 8
Tækniþróun og skipulag vinnunnar
Aðlaga menntakerfið að breytingum í tækniþróun 23
Meiri verk- og tæknimenntun 19
Að auka áhrif raunfærnimats 12
Sveigjanlegur vinnutími 9
Mannsæmandi laun 9
Jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs
Stytta vinnuvikuna án launaskerðingar 31
Sveigjanleg starfslok 15
Veikindaréttur aðstandenda 14
Ath. Aukin réttindi vegna umönnunar foreldra/fjölskyldu 12
Stytta vinnuviku í 32 stundir 8
Nánar um niðurstöðu fundarins í Reykjavík með félögum í VR, Byggiðn og Fit.
Reykjavík (Efling, Hlíf, Sjómannafélag Hafnarfjarðar)
Eftirtalin fimm atriði fengu flest atkvæði í hverjum málaflokki fyrir sig.
Tekjuskipting og jöfnuður
Hækkun á persónuafslætti 12
Afnema skerðingar af lífeyrissjóðaeign 11
Endurreisa verkamannabústaði. 2000 íbúðir á ári 10
Leggja n iður kjararáð. Embættismenn fái sömu hækkanir og aðrir 10
Hækkun barna-, vaxta-, húsnæðisbóta og persónuafslátt 10
Afnema verðtryggingu 10
Tækniþróun og skipulag vinnunnar
Passa upp á stéttarfélagsvitund 21
Umönnunarstörf eru mjög vanvirt. Dýrmætari störf til framtíðar 16
Allir hafa jafnan rétt til menntunar 13
Auka endur- og símenntun/Endur- og símenntun/Endurmenntun 13
Eiga kost á námi. Breyta námslánalögum (ekki lánað eftir 25 ára) 9
Jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífsStytting vinnuviku en ekki skerðing launa 29
Eftir 25 ára staf hjá sama atvinnurekanda fái flýtt starfslok 14
Launað leyfi til starfsmenntunar 9
Umönnun fjölskyldumeðlima. Foreldra – maka – barna – systkina 8
35 stunda vinnuvika án skerðingar 7
Reykjavík (RSÍ, Bein aðild)
Eftirtalin fimm atriði fengu flest atkvæði í hverjum málaflokki fyrir sig.
Tekjuskipting og jöfnuður
Skattkerfið sem jöfnunartæki 8
Beittara vinnueftirlit 7
Ofurskatta á ofurlaun 6
Stoppa undirboð á vinnumarkaði/Taxtar nær greiddum launum 5
Eðlilegt hlutfall á hæstu og lægstu launum í þjóðfélaginu 4
Tækniþróun og skipulag vinnunnar
Öflug endur- og símenntun á vegum stéttarfélaga/efla sí- og endurmenntun 12
Stytting vinnuvikunnar 8
Aukin persónuleg aðstoð við félagsmenn vegna einstaklingsbundinna samninga 7
Stéttarfélög aðlagist breyttum vinnumarkaði 5
Sveigjanleiki í starfi – símenntun 4
Jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs
Tengja saman fæðingarorlof og dagvistun. Borga full laun í fæðingarorlofi 10
Breyta launakerfum (meiri áhersla á dagvinnukaup) og setja númer á störf – star skilagreinar 9
Stytting dagvinnutíma/stytta vinnuvikuna 7
Órofin vernd frá fæðingu til æviloka 7
Sveigjanleg starfslok í báðar áttir 6
Nánar um niðurstöðu fundarins í Reykjavík með félögum í RSÍ og félögum með beina aðild
Sauðárkrókur
Eftirtalin fimm atriði fengu flest atkvæði í hverjum málaflokki fyrir sig.
Tekjuskipting og jöfnuður
Ódýrara heilbrigðiskerfi 20
Hækka skattleysismörk 12
lægstu taxtar verði 300 þús. 9
Hækka persónuafslátt 9
80%=100% í vaktavinnuna (stytting vinnuvikunnar) 8
Leiðrétting tekjutengingar, bóta = barnabætur og annað 8
Tækniþróun og skipulag vinnunnar
Hefja stéttarfélagskennslu í grunnskólum 24
Réttindi starfsmanna til námskeiða 17
Verkalýðshreyfingin þarf að vera vel á verði – standa saman 13
Taka á svartri atvinnustarfsemi 9
ASÍ: hætta að berjast innbyrðis 8
Jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífsStytting vinnuviku án launaskerðingar!!! 30
Sveigjanlegri starfslok 21
Auka laun vegna auka álags 13
Sveigjanlegri vinnutími 11
Hafa veikindadaga barna í samræmi við fjölda barna á heimlinu 10
Selfoss
Eftirtalin fimm atriði fengu flest atkvæði í hverjum málaflokki fyrir sig.
Tekjuskipting og jöfnuður
Krónutöluhækkun 15
Hækkun persónuafsláttar 12
Skattleggja ofurlaun extra mikið 8
Auðlindir okkar verða að vera í eigu þjóðarinnar 6
Setja skýr lög og beita sektum við lögbroti atvinnurekenda 6
Tækniþróun og skipulag vinnunnar
Meta menntun/ þjálfun/ starfsreynslu til launa 18
Efla endurmenntun hjá fyrirtækjum 13
Gera kröfur til útlendinga um íslenskunám 12
Vinnustaðaeftirlit – auka heimild til eftirlits 11
Skattleggja róbótinn 10
Jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs
Hækkun dagvinnulauna og styttri vinnuviku 18
Fæðingarorlof 2. ár án skerðingar 9
Vaktavinna 80% = 100% 9
Fæðingarorlofsgreiðslur verði per barn x upphæð (óháð launum foreldra) 9
Stytta vinnuvikuna sveigjanleiki í vinnu 7
Nánar um niðurstöðu fundarins á Selfossi
Vestmannaeyjar
Aðeins var haldinn fundur í Vestmannaeyjum að hausti og fór sá fram 12. september og voru þá öll málefnin sex tekin fyrir.