ÁLYKTANIR

Á 42. þingi ASÍ fór fram umsvifamikil málefnavinna í mörgum hópum þar sem notast var við svokallað þjóðfundarfyrirkomulag. Fjögur megin þemu voru til umfjöllunar, nýtt kjarasamningslíkan, velferðarmál, mennta- og atvinnumál og svo vinnumarkaðs- og jafnréttismál.

Á lokadegi þingsins, 28. október 2016, var málefnavinnan dregin saman í ályktanir sem lagðar voru fyrir þingfulltrúa og samþykktar. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á þinginu:

Ályktun um breytt og bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga
Ályktun um vinnumarkaðinn
Ályktun um húsnæðismál
Ályktun um atvinnumál
Ályktun um heilbrigðismál
Ályktun um menntamál
Ályktun um jafnréttismál
Ályktun um kjaradeilu sjómanna og vélstjóra
Ályktun um breytingu á mælingu neysluvísitölu
Ályktun um undirbúning að gerð heimildarmyndar o.fl.
Ályktun um vinnudeilusjóð