1.gr.
Að loknu sambandsþingi kýs ný miðstjórn úr hópi aðalmanna, formann launanefndar og tvo fulltrúa að auki sem saman mynda þriggja manna Launanefnd miðstjórnar ASÍ. Forseti og varaforsetar eru ekki kjörgengir.
2.gr.
Hlutverk Launanefndar er:
a. Ákveða laun og önnur starfskjör forseta.
b. Ákveða starfshlutfall, laun og önnur starfskjör varaforseta.
c. Ákveða laun og önnur starfskjör framkvæmdastjóra eftir að miðstjórn hefur samþykkt ráðningu hans.
d. Rita undir f.h. miðstjórnar ráðningarsamninga og aðra samninga við forseta og varaforseta.
3.gr.
Allar launaákvarðanir Launanefndar skulu teknar í samræmi við launastefnu ASÍ eins og hún er á hverjum tíma.
4.gr.
Ráðningarsamningar við forseta skulu vera tímabundnir og með starfslokaákvæði. Tímabundin ráðning hefst við kjör á sambandsþingi og lýkur þegar umboð forseta fellur niður við afsögn eða lok kjörtímabils. Starfskjör ráðast að öðru leyti eftir kjarasamningi þeirra aðildarsamtaka sem forseti tilheyrði við upphaflegt kjör hans.
Ráðningarsamningar við varaforseta skulu vera tímabundnir og án starfslokaákvæða. Tímabundin ráðning hefst við kjör á sambandsþingi eða í miðstjórn og lýkur þegar umboð varaforseta fellur niður við afsögn eða lok kjörtímabils. Starfskjör ráðast að öðru leyti eftir kjarasamningi þeirra aðildarsamtaka sem varaforsetar tilheyra við upphaflegt kjör þeirra.
Ráðningarsamningar við framkvæmdastjóra skulu að jafnaði vera ótímabundnir og með starfslokaákvæði.
5.gr.
Formaður Launanefndar ritar í umboði miðstjórnar undir ráðningarsamninga og aðra samninga við forseta og varaforseta, lokinni umfjöllun launanefndar.
Forseti ritar undir ráðningarsamninga og aðra samninga við framkvæmdastjóra að lokinni umfjöllun launanefndar.
Reglugerð þessi er sett af miðstjórn skv. 2. mgr. 19. gr. laga ASÍ þann 4. október 2023.