ASÍ-UNG hélt sitt 9. þing föstudaginn 22. september 2023, í húsi Fagfélaganna undir yfirskriftinni „Stefna ASÍ-UNG

Nýja stjórn skipa:

Aðalmenn
Ásdís Helga Jóhannsdóttir, AFLi
Ástþór Jón Ragnheiðarson, Verkalýðsfélagi Suðurlands
Guðmunda Steina Jósefsdóttir, Aldan
Birgitta Ragnarsdóttir, VR
Elsa Hrönn Grey Auðunsdóttir, Eining-Iðja
Ólöf Helga Adolfsdóttir, Eflingu
Sindri Már Smárason, AFLi
Svanfríður Guðrún Bergvinsdóttir, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga
Þorvarður Bergmann Kjartansson, VR

Varamenn
Elín Ósk Sigurðardóttir, Stéttarfélag Vesturlands
Jennifer Schröder, VR
Inga Fanney Rúnarsdóttir, Verkalýðsfélag Grindavíkur

Þingskjöl:

Fyrri þing ASÍ-UNG

ASÍ-UNG hélt sitt 8. þing föstudaginn 16. september, á Hótel Reykjavík Natura undir yfirskriftinni „Fyrirmyndir komandi kynslóða – Er verkalýðshreyfingin aðlaðandi starfsvettvangur?“ 

Gögn frá 8. þingi

7. þing ASÍ-UNG var haldið 24. september 2021. Þingið var rafrænt afgreiðsluþing þar sem kjarnaatriði, s.s. kosning stjórnar, verða afgreidd. Allri málefnavinnu var aflýst.

Gögn frá 7. þingi

6. þing ASÍ-UNG var haldið 11. september 2020. Þingið var haldið rarfænt vegna samkomutakmarkana í samfélaginu. 

Gögn frá 6. þingi

5. þing ASÍ-UNG var haldið 14. september 2018 á hótel Natura. 

Gögn frá 5. þingi

Fjórða þing ASÍ-UNG var sett í Rafiðnaðarskólanum, Stórhöfða 27, föstudaginn 23. september 2016.

Gögn frá 4 þingi

50 aðildarfélag eru í ASÍ, af þeim gátu 48 félög sent einn aðalmann og einn aukafulltrúa á þing ASÍ-UNG eða samtals 96 fulltrúa.

Fjórða þingið sátu samtals 32 fulltrúar, 23 aðalmenn, 6 aukafulltrúar og 3 fráfarandi stjórnarmenn ASÍ-UNG.

Gréta Sóley Sigurðardóttir fyrrverandi starfsmaður á Lebowskybar fjallaði um brot vinnuveitandans á réttindum sínum sem starfsmanns. Hún sagði mjög erfitt að vinna bug á brotum á ungu fólki. Fólk væri hrætt og hún fann það meðal samstarfsfélaga sinna.

Halldór Oddson, lögfræðingur hjá ASÍ, fór yfir þær tillögur sem settar hafa verið fram um breytingar á samþykktum ASÍ-UNG. Breytingar urðu á stjórn, í stað þess að kosið væri 9 manna stjórn og 9 manna varastjórn er nú 9 manna stjórn og 5 manna varastjórn. Virkni hafði verið litla meðal stjórnarmanna síðasta árið og erfitt að fá fólk til starfa.

Una Jónsdóttir sté því næst í ræðustól og fjallaði um stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði.

Þar á eftir fór Halldór Oddson með erindi um vinnumarkaðinn og fjölskylduna. Hann sagði ungt fólk almennt hafa lítið af dauðum tíma. Ungt fólk vinnur mikið og þess á milli þarf að sinna börnum og félagslífi sé tími til þess. Það gæti því verið erfitt að sinna félagsstörfum eins og ASÍ-UNG.

Í hópavinnunni var staða ungs fólks í hreyfingunni rædd og þar var umræðan sú að kraft þyrfti í starfið og að ASÍ-UNG þarf að halda áfram þó að breytingar verði á fyrirkomulaginu. Spurningarnar sem ræddar voru í hópavinnunni voru annars eftirfarandi:

     

      • Hvert á hlutverk ASI – ung að vera? – á það að hafa hlutverk?

      • Hvernig er hægt að auka með beinum hætti þátttöku ungs fólk í starfi stéttarfélaga?

      • Aldurskvóti – á að vera kvóti – gera þær kröfur að það sé ákveðið hlutfall yngra fólks?

      • Félagsaðild meira fljótandi hjá yngra fólki – á að takmarka fjölda fulltrúa á þing ASÍ – UNG eins og nú er? Á að heimila fleirum þátttöku? Erum við of föst við aðildarfélagakvóta?

    Þegar þetta er ritað var ekki búið að vinna úr gögnum sem urðu til í hópavinnunni.
    Því næst bar kjörnefnd upp tillögu að nýrri stjórn og var hún samþykkt.

    3. þing ASÍ-UNG var haldið 12. september 2014 í Guðrúnartúni 1, 4. hæð. 

    Gögn frá 3 þingi