ASÍ

Alþýðusamband Íslands

Alþýðusambandið var stofnað 12. mars 1916
Alþýðusamband Íslands er samband stéttarfélaga launafólks á almennum vinnumarkaði. ASÍ er stærsta fjöldahreyfing launafólks á landinu. Um tveir þriðju hlutar launamanna í skipulögðum samtökum á Íslandi eru í ASÍ.
Hvað er ASÍ?

Verkalýðshreyfingin í heild og Alþýðusamband Íslands, sem miðpunktur hennar er helsti drifkraftur jákvæðra breytinga í íslensku samfélagi síðustu 100 árin.

Finnbjörn A. Hermannsson | Forseti ASÍ

Saga ASÍ

Í samtök - til velferðar

Fullyrða má að allir helstu sigrar í réttindabaráttu launafólks og allrar alþýðu hér á landi eru beint eða óbeint árangur af starfi Alþýðusambands Íslands og aðildarsamtaka þess. Það er jafnframt ljóst að þessir sigrar kostuðu oft mikil átök og miklar fórnir þess verkafólks sem stóð í eldlínunni.

Það er því mikilvægt að kynna sér og skilja sögu verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi, til að skilja til fulls þá samfélagsgerð sem við búum við í dag.

Árið 2013 var saga ASÍ, rituð af sagnfræðingnum Sumarliða Ísleifssyni, gefin út í tveimur bindum.

Fyrra bindið ber undirtitilinn Í samtök og nær yfir tímabilið 1916-1960 og hið síðara kallast Til velferðar og nær frá 1960-2010.

Bókin var gefin út áf rafrænu formi árið 2016, á 100 ára afmæli sambandsins.

Skipulag sambandsins

Velferð | Samstaða | Bætt kjör

  • 44

    Aðildarfélög

  • 5

    Landssambönd

  • 140k

    Félagar

  • Lög og reglugerðir

    Lög Alþýðusambandsins

    Ramminn utan um hlutverk ASÍ eru lög sambandsins. Þau veita ársfundi og/eða miðstjórn síðan heimildir til þess að kveða nánar á um ýmsa þætti með reglugerðum og reglum.
    Stefna

    STEFNA ASÍ

    Alþýðusamband Íslands er heildarsamtök launafólks á Íslandi og beitir sér fyrir velferð og lífsgæðum landsmanna. Sú barátta er römmuð inn af stefnu sambandsins sem ákvarðast á þingum þess.
    SAMSTARF

    Alþjóðlegt samstarf

    Alþýðusamband Íslands er virkur þátttakandi í alþjóðastarfi. Þátttaka ASÍ endurspeglar hvoru tveggja alþjóðlegan uppruna samtaka launafólks og ört vaxandi mikilvægi alþjóðastarfs fyrir verkalýðshreyfinguna og félagsmenn hennar.
    LO Norge
    Alþýðusamband Noregs
    LO Sverige
    Alþýðusamband Svíþjóðar
    Fagbevægelsens Hovedorganisation
    Alþýðusamband Danmerkur
    SAK
    Alþýðusamband Finnlands
    NFS
    Heildarsamtök launafólks á norðurlöndum
    SAMAK
    Samstarfsvettvangur alþýðusambanda og jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndunum
    ETUC
    Heildarsamtök launafólks í Evrópu
    ITUC
    Alþjóðasamtök launafólks
    ILO
    Alþjóðavinnumálastofnunin
    FRÆÐSLA

    FRÆÐSLUMÁL ASÍ

    MFA fræðsludeild ASÍ veitir stéttarfélögum þjónustu varðandi uppbyggingu fræðslu og hvernig þau geta nýtt sér hana til að efla og móta starf þeirra. Fræðsludeildin rekur Félagsmálaskólann og er deildarstjóri jafnframt skólastjóri hans.