single blog

Ályktun miðstjórnar ASÍ vegna opnunar Grindavíkur

Á fundi sínum í dag, miðvikudaginn 21. febrúar 2024, samþykkti miðstjórn Alþýðusambands Íslands eftirfarandi ályktun:

Vegna þeirrar ákvörðunar yfirstjórnar lögreglu að heimila á ný starfsemi fyrirtækja í Grindavík leggur miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) áherslu á eftirfarandi: 

Miðstjórn hvetur til þess að ítrustu öryggiskröfum verði fylgt í hvívetna og í engu verði hvikað frá lögum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum. Miðstjórn hvetur yfirvöld og atvinnurekendur í Grindavík til að hafa fullt samráð í þessu skyni við verkalýðsfélög á hættusvæðinu.  

Miðstjórn leggur áherslu á að það starfsfólk fyrirtækja sem mætir til vinnu í Grindavík gerir það á ábyrgð viðkomandi atvinnurekenda. Þeim ber að sjá til þess að aðstæður ógni ekki öryggi starfsfólks og að það njóti allra viðeigandi trygginga við vinnu sína í Grindavík. Hið sama á við um ferðir starfsfólks til og frá vinnustað. 

Miðstjórn vekur athygli á að réttur þess starfsfólks sem treystir sér ekki til að vinna við ríkjandi aðstæður í Grindavík er skýr og óvéfengjanlegur. 

Miðstjórn minnir atvinnurekendur á að þeim er ekki fært að skylda fólk eða þrýsta á það með nokkrum hætti til að mæta til starfa í bænum sem ekki treysta sér á svæðið. Verði starfsfólk fyrir slíkum þrýstingi er það hvatt til að snúa sér til stéttarfélags síns.  

Í ljósi þess ástands sem ríkir í Grindavík eftir undangengnar náttúruhamfarir telur miðstjórn einboðið að efnt verði til víðtæks samráðs um öryggismál starfsfólks og að rödd þess fái einnig að hljóma við tilraunir til að endurreisa atvinnulíf í bænum við þessar einstöku og krefjandi aðstæður.  

 

LET US HELP YOU!

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.

Location Adress

KLLG st, No 99,Pku City,

Call for Consultation

0761-8523-398

Email Address

hello@domainsite.com

Are you looking for someone to help?

Subscribe To Newsletter

Let us help you! Email address : hello@domainsite.com
Success