Fjárhagsstaða launafólks svipuð nú og fyrir ári síðan en bregðast þarf við stöðu barnafólks og innflytjenda
Nýútkomin skýrsla Vörðu – Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins um lífsskilyrði launafólks var birt í dag. Niðurstöður byggja á rannsókn sem náði til félaga í aðildarfélögum Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og BSRB – heildarsamtaka stéttafélaga starfsmanna í almannaþjónustu. Þetta er fjórða árið í röð sem könnun á lífsskilyrðum launafólks er gerð og hefur fjöldi svara aldrei verið meiri en […]
Við vinnum með íslensku
Mímir-símenntun og Alþýðusamband Íslands stóðu fyrir ráðstefnu í gær, fimmtudaginn 29. febrúar sem bar yfirskriftina Við vinnum með íslensku. Um 120 manns sóttu ráðstefnuna þar sem efni var að finna leiðir að öflugu lærdómssamfélagi fyrir íslenskunám innflytjenda. Eftir því sem þátttaka innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði eykst verður þörfin á markvissri íslenskukennslu sífellt meiri. Á […]
Hver ber ábyrgð? – Af umönnunarbili, fæðingarorlofi og tekjutapi
Hádegisfundur í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Til fundarins bjóða ASÍ, BHM, BSRB, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Fíh, Kennarasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja SSF. Fundurinn verður á Hilton Reykjavík Nordica, sal FG á 2. hæð og streymt á Zoom kl. 11:30-13:00. Hann fer fram á íslensku en rittúlkun verður á ensku. […]
ASÍ styður frumvarp um greiðslumiðlun
Alþýðusamband Íslands (ASÍ) styður fyrirliggjandi frumvarp sem veitir Seðlabanka Íslands heimildir til að auka viðnámsþrótt greiðslumiðlunar með það að markmiði að vinna að þjóðaröryggi, auka fjármálastöðugleika og draga úr samfélagslegum kostnaði vegna smágreiðslumiðlunar. Þetta kemur fram í umsögn ASÍ um frumvarpið sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. Fram hefur komið að kostnaður þjóðfélagsins […]
Orkumál – samfélag á krossgötum
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar: Nú um stundir birtist orkan í iðrum jarðar okkur sem eyðingarafl sem ógnar framtíðarbúsetu í Grindavík og ef til vill víðar. Þessi sama orka er hins vegar ein helsta forsenda þess samfélags sem við höfum sameinast um að halda uppi. Án hitaveitu og rafmagns væri enginn nútími í þessu fallega en […]
Ályktun miðstjórnar ASÍ vegna opnunar Grindavíkur
Á fundi sínum í dag, miðvikudaginn 21. febrúar 2024, samþykkti miðstjórn Alþýðusambands Íslands eftirfarandi ályktun: Vegna þeirrar ákvörðunar yfirstjórnar lögreglu að heimila á ný starfsemi fyrirtækja í Grindavík leggur miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) áherslu á eftirfarandi: Miðstjórn hvetur til þess að ítrustu öryggiskröfum verði fylgt í hvívetna og í engu verði hvikað frá lögum um […]
Tilnefningar til Kuðungsins
Vinnur þú á vinnustað sem er til fyrirmyndar í umhverfismálum? Hefur fyrirtækið/stofnunin sem þú starfar hjá komið að nýsköpun í umhverfismálum eða ráðist í viðamiklar aðgerðir til að draga úr umhverfisfótspori? Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári eru þess verðug að […]
Áform um uppsagnir lýsa virðingarleysi stjórnvalda
Alþýðusamband Íslands (ASÍ) gagnrýnir harðlega áform stjórnvalda um uppsögn starfsfólks í tengslum við sameiningu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA) og Kríu, sprota- og nýsköpunarsjóðs. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í umsögn ASÍ um frumvarp til laga um Nýsköpunarsjóðinn Kríu. Í umsögninni kemur fram að ASÍ er í grundvallaratriðum ekki andvígt sameiningu NSA og Kríu […]
Vindorka í þágu hverra?
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar: Ástæða er til að vekja athygli á fyrirliggjandi frumvarpi umhverfis- orku, og loftslagsráðuneytis um vindorku. Að óbreyttu verður hvorki séð að frumvarpið hafi í för með sér samfélagslegan ábata í formi arðs til þjóðarinnar eða nærsamfélaga af nýtingu auðlindarinnar né sé það fallið til að stuðla að orkuskiptum. Hér er á […]
Vinnumansal er veruleiki á Íslandi
Nýlega kom út stutt fræðslumynd á fimm tungumálum um helstu einkenni vinnumansals. Verkefnið var unnið á síðasta ári, í ljósi þess að slík mál gera í auknum mæli vart við sig í íslensku samfélagi og ástæða þótti til þess að gera betur grein fyrir þeim. Myndin er um þriggja mínútna löng hreyfimynd og er unnin […]