Vinnuréttarvefur ASÍ fjallar um réttindi og skyldur á vinnumarkaði, ráðningarsamninga og flest annað sem tengist íslenskum vinnumarkaði, auk þess sem lítillega er fjallað um alþjóðlegan vinnurétt.
Vinnuréttarvefur ASÍ byggir að miklu leyti á bókum Láru V. Júlíusdóttur hrl. “Réttindi og skyldur á vinnumarkaði” sem kom út haustið 1997 og „Stéttarfélög og vinnudeilur“ sem kom út 1994. Samhliða breytingum á vinnumarkaði hafa greinar þó verið uppfærðar og leitast er eftir að vefurinn endurspegli lagalegt umhverfi vinnumarkaðarins hverju sinni sem best. Gjarnan má beina athugasemdum um efni til skrifstofu ASÍ.