VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Vinnuréttarvefur

Vinnuréttarvefur ASÍ fjallar um réttindi og skyldur á vinnumarkaði, ráðningarsamninga og flest annað sem tengist íslenskum vinnumarkaði, auk þess sem lítillega er fjallað um alþjóðlegan vinnurétt.

Vinnuréttarvefur ASÍ byggir að miklu leyti á bókum Láru V. Júlíusdóttur hrl. “Réttindi og skyldur á vinnumarkaði” sem kom út haustið 1997 og „Stéttarfélög og vinnudeilur“ sem kom út 1994. Samhliða breytingum á vinnumarkaði hafa greinar þó verið uppfærðar og leitast er eftir að vefurinn endurspegli lagalegt umhverfi vinnumarkaðarins hverju sinni sem best. Gjarnan má beina athugasemdum um efni til skrifstofu ASÍ.

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn