Um rétt starfsmanns til bóta vegna vanefnda atvinnurekanda, sem leiða til þess að hann lætur af störfum, má vísa til almennra skaðabótasjónarmiða. Starfsmaður á að fá tjón sitt bætt, enda sýni hann fram á hvert tjón hans er. Um þetta gilda að sýnu leyti sömu reglur og gilda um skyldu atvinnurekanda til greiðslu launa á uppsagnarfresti þar sem vinnuframlagi er hafnað. Sjá hér. Í hjúalögum nr. 22/1928 er í 2. mgr. 25. gr. ákvæði sem einnig má hafa má til hliðsjónar þó þau lög hafi um margt misst gildi sitt. Þar segir að gangi hjú úr vistinni vegna atviks er greinir í 24. gr., það er vegna brots húsbónda, skuli húsbóndi greiða því hæfilegar bætur, er þó nemi ekki meiru en kaupi fyrir umsaminn vistartíma og matarverði, þó ekki yfir 8 vikur.
Um skipverja aðra en skipstjóra gildir regla 25. gr. sjómannalaga nr. 35/1985 um bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Bætur skulu nema óskertum launum í uppsagnarfresti. Sjá Hrd. 1976:578. Sjá ennfremur dóma um opinbera starfsmenn, Hrd. 1986:1534, Hrd. 1994:1278 og Hrd. 1995:1347.