VINNURÉTTARVEFUR ASÍ

Ýmis ákvæði

Framsal launakröfu fyrir gjaldþrot 

Hafi launamaður framselt launakröfu sína á hendur vinnuveitanda áður en bú vinnuveitanda var tekið til gjaldþrotaskipta nýtur krafan ekki ábyrgðar samkvæmt lögum þessum.

Þetta á þó ekki við ef krafan hefur verið framseld stéttarfélagi launamannsins, né heldur ef krafan hefur að fullu eða að hluta verið framseld Atvinnuleysistryggingasjóði.

Þessi regla gildir einnig í þeim tilvikum sem kveðið er á um í 7. gr. (ábyrgð án gjaldþrotaskipta) og VII. kafla (orlof v. greiðsluerfiðleika)laga um Ábyrgðasjóð launa nr. 88/2003.

Upplýsingar frá öðrum stjórnvöldum

Stjórnvöldum, vinnuveitendum og öðrum hlutaðeigandi aðilum er skylt að láta Ábyrgðasjóði launa í té upplýsingar sem nauðsynlegar eru vegna afgreiðslu sjóðsins á einstökum kröfum.

VEFTRÉ

Vinnuréttarvefnum er skipt upp í nokkra meginkafla sem hver um sig fjallar um flest sem viðkemur íslenskum vinnurétti, og umgjörð íslensks vinnumarkaðar.

  • Vinnuréttur
  • Um vinnuréttarvefinn