Haustskýrsla Kjaratölfræðinefndar verður kynnt í húsakynnum ríkissáttasemjara miðvikudaginn 13. nóvember  kl. 9.00. Í skýrslunni er umfjöllun um launaþróun eftir mörkuðum og heildarsamtökum í yfirstandandi kjarasamningslotu og helstu kjarasamninga sem gerðir hafa verið á vinnumarkaði það sem af er samningalotunni sem hófst í febrúar á þessu ár. Einnig er í skýrslunni að finna umfjöllun um launastig,  samsetningu launa og launadreifingu auk  umfjöllunar um íslenskan vinnumarkað og sérkenni hans. Að auki er almenn umfjöllun um þróun efnahagsmála og kaupmáttarþróun. 

Kjaratölfræðinefnd er samstarfsnefnd ríkis, sveitarfélaga og heildarsamtaka á vinnumarkaði um gerð og hagnýtingu talnaefnis um laun og efnahag til undirbúnings og eftirfylgni með kjarasamningum. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna, BSRB, Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum atvinnulífsins, forsætisráðuneyti, félags- og vinnumálamálaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, og Hagstofu Íslands.

Til kynningarinnar er boðið fjölmiðlum ásamt forystufólki og starfsfólki sem aðild eiga að nefndinni. Kynningin fer fram miðvikudaginn 13. nóvember í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni 21 og hefst kl.9.00 þar mun Hrafnhildur Arnkelsdóttir formaður KTN og Arnaldur Sölvi Kristjánsson sérfræðingur nefndarinnar fara yfir helstu niðurstöður skýrslunnar. Einnig verður streymt frá viðburðinum á vef Kjaratölfræðinefndar