Verðsamanburður á dagvöru

Verðsjá verðlagseftirlitsins birtir nýjustu verðgögn sem eftirlitið hefur aflað. Í sjánni má skoða verðbil milli verslana eftir vöruflokkum og niður á stakar vörur.

Á fyrri síðu mælaborðsins er hægt að sjá samanburð á verðlagi eftir vöruflokkum. Seinni síðan inniheldur vörulista á þeim flokk sem er skoðaður. Ábendingar um villur eða vafasamar færslur berist á verdlagseftirlit@asi.is.

Mælaborðið byggir á um tuttugu þúsund gagnapunktum, með nokkur þúsund uppfærslum á dag. Verð geta verið allt að þriggja vikna gömul. Meðalaldur verðmælinga sést á spjaldi á síðu tvö. Sjá má meðalaldur verðgagna eftir verslun með því að smella á súlu hverrar verslunar fyrir sig.

Aðeins eru birt verð á vörum sem fundust í fjórum eða fleiri verslunum. Mælaborðið birtir stóran hluta af vöruúrvali verslananna, en ekki allt.