Um mælaborðið

Mælaborðið er vettvangur þar sem tölulegar upplýsingar um leikskólagjöld og breytingar á þeim eru gerðar aðgengilegar og birtar á gagnvirkan og notendavænan hátt. Mælaborðið nýtist almenningi til að skoða breytingar á leikskólagjöldum milli ára og breytingar á þeim eftir lengd dvalartíma. Þá getur fólk séð hvernig sitt sveitarfélag stendur í samanburði við önnur sveitarfélög varðandi upphæðir leikskólagjalda og afslætti fyrir forgangshópa.

Mælaborðið hefur einnig upplýsingagildi fyrir sveitarfélög sem geta nýtt það við áætlanagerð og stefnumótun. Mælaborðið hefur jafnframt upplýsingagildi fyrir fjölmiðla, stjórnvöld, háskólasamfélagið, greiningaraðila og samtök og alla þá sem geta nýtt þær upplýsingar sem birtast í mælaborðinu.

Mælaborðið byggir á upplýsingum um gjaldskrám 20 stærstu sveitarfélaga landsins fyrir árin 2021 og 2022 sem verðlagseftirlit ASÍ tók saman.

Tölulegar upplýsingar í mælaborðinu

Leikskólagjöld fyrir forgangshópa miðast við gjöld með afslætti fyrir einstæða foreldra. Í þeim sveitarfélögum sem styðjast við tekjuviðmið er miðað við hærra tekjuviðmiðið.

Hvernig nota ég mælaborðið?

Mælaborðið virkar best í tölvu eða spjaldtölvu.

Uppi í hægra horni er fellilisti þar sem velja má sveitarfélög og bera saman færri sveitarfélög en þau sem birtast sjálfkrafa. Til vinstri við fellilistann eru tveir hnappar þar sem má skipta á milli upplýsinga um 8 tíma og 9 tíma vistun.

Í fellilista í grafi tvö í samanburði á leikskólagjöldum má velja fjölda systkina og sjá upphæðir leikskólagjalda hjá foreldrum sem eru með fleiri en eitt barn á leikskóla.

Aftasta síðan, tafla með breytingum, geymir allar breytingar á gjöldunum á sama stað og þar má sjá hvaða kostnaðarliðir í gjöldunum breyttust milli ára.

Fyrirspurnir eða ábendingar varðandi mælaborðið sendist á netfangið verdlagseftirlit@asi.is